Framtíðin - Stjórnmálahreyfing

Jafnrétti

Allir þegnar landsins eiga að geta lifað mannsæmandi lífi. Þeir sem þurfa hjálp fá hjálp - þeir sem geta hjálpað - hjálpa.

Virðing

Við berum virðingu fyrir umhverfinu, alheiminum og hvert öðru. Æðruleysi og auðmýkt gagnvart því sem við eigum.

Framsýni

Hugsum 50 ár fram í tímann, vörðum veginn og höfum hugrekki til að taka ákvarðanir sem sveigja frá sjálfhverfu nútíma stjórnmála.

Framsækni

Nýtum nútíma tækni til að byggja betri lífsgæði - strax. Hugsum þjóðfélagsgerð okkar frá grunni - án hindrana í hugsun.